Hvaða skóli las mest?

Lestrarkeppni grunnskóla stóð yfir 20. - 26. janúar 2022. Keppnin var hreint út sagt ótrúleg og allir sem tóku þátt eiga hrós skilið.

Smá tölulegar upplýsingar, í heildina lásu 5.652 þátttakendur um 1,3 milljónir setningar fyrir hönd 118 skóla. Verkefnið hefur staðið yfir frá því lok árs 2019 og fram að keppninni höfðum við safnað um 1,5 milljónir setningum. Það gerir um 230 setningu á hvern þátttakanda en raunin var að 87 keppendur lásu yfir þúsund setninga hver.

Veitt voru verðlaun til skólanna sem voru í fyrsta sæti í sínum flokki, auk þess fengu þrír skólar sem lásu mest þvert á flokka þar á eftir viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur. Skólarnir sem sigruðu sína flokka voru Salaskóli, Smáraskóli og Höfðaskóli. Skólarnir sem fengur viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur voru Sandgerðisskóli, Öxarfjarðarskóli og Gerðaskóli.

Stigatafla

/

Línurit

Um Keppnina

Markmið þessarar keppni er að hvetja ungt fólk til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaðar verða til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Lesa meira hér.

Í fyrstu keppni 2020 þá tóku 1.430 manns þátt fyrir hönd 130 skóla og lásu í kringum 144 þúsund setningar. Alls tóku um 6.000 manns þátt fyrir hönd 136 skóla og lásu rúmlega 776 þúsund setningar í annarri Lestrarkeppni grunnskóla 2021. Yfir 920 þúsund innlesnar setningar hafa því safnast undanfarin tvö ár og erum við því afar spennt fyrir þessari þriðju keppni og vonumst eftir þátttöku sem flestra skóla.

Ertu að leita að Grunnskólakeppninni 2021?
Ertu að leita að Reddum málinu 2021?
Þessi vefur notar vafrakökur.Sjá nánar.