Persónuverndaryfirlýsing Háskólans í Reykjavík

Með persónuverndaryfirlýsingu þessari er greint frá því hvernig Háskólinn í Reykjavík ehf., kt. 510105-4190, Menntavegur 1, 102 Reykjavík (hér eftir „HR", „stofnunin" eða „við" ), stendur að vinnslu, s.s. söfnun, skráningu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga um einstaklinga (hér eftir einnig „ þú") í tengslum við verkefnið Samrómur.

Yfirlýsingin fjallar einkum um vinnslu persónuupplýsinga þegar einstaklingar:

• heimsækja vefinn, samrómur.is.

• taka þátt í gerð gagnasafnsins Samrómur.

• skrá sig á póstlista Samróms.

HR vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma. Persónuverndaryfirlýsing þessi er byggð á lögum nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga („persónuverndarlög").

Persónuvernd er HR mikilvæg

Öflug persónuvernd er HR kappsmál og leggjum við mikla áherslu á að virða réttindi einstaklinga og að öll meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi regluverk á hverjum tíma, sem og í samræmi við bestu venjur á sviði máltækni.

Hvaða persónuupplýsingum safnar HR um þig og hver er tilgangurinn með söfnuninni?

HR leggur áherslu á að vinna einungis þær persónuupplýsingar sem nauðsynlegar eru í samræmi við þann tilgang sem liggur að baki söfnun upplýsinganna. HR vinnur persónuupplýsingar ekki frekar í óskyldum tilgangi nema einstaklingi sé tilkynnt um slíkt og þá heimild sem vinnslan byggir á. HR safnar, eins og við á hverju sinni, einkum eftirfarandi persónuupplýsingum:

• raddupptökum

• lýðfræðilegum upplýsingum s.s. aldur, kyn og móðurmál.

• samskiptaupplýsingum, s.s. tölvupósti

• stafrænum fótsporum, s.s. nethegðun

• upplýsingar tengdar samþykkis forsjáraðila fyrir barn s.s. kennitala barns og netfang forsjáraðila

• undir hvaða formerkjum þú, lest s.s. nafn skóla

HR vinnur persónuupplýsingar einkum í þeim tilgangi að:

• búa til opið íslenskt raddgagnasafn til að styðja við og efla rannsóknir og þróun máltæknilausna

Þegar þú notar vefinn samrómur.is söfnum við upplýsingum um notkun þína, þ.e. IP tölu, tegund eða útgáfu vafra sem þú notar, tímasetningu og tímalengd heimsóknar og hvaða undirsíður þú heimsækir innan heimasíðu Samróms. Hér má finna nánari upplýsingar um notkun okkar á vafrakökum (e. cookies), samrómur.is/vafrakökustefna.

Lagalegur grundvöllur fyrir vinnslu

HR safnar og vinnur persónuupplýsingar byggt á heimild í 6. tl. 1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga, þ.e. vegna lögmætra hagsmuna stofnunarinnar. Eftir atvikum kann HR einnig að vinna persónuupplýsingar byggt á samþykki þínu, sbr. 1. tl.1. mgr. 9. gr. persónuverndarlaga, s.s. ef þú skráir þig á póstlista okkar.

Máltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með og skilið tungumál og stuðlar að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. HR vill stuðla að aðauknu almennings að íslensku raddgagnasafni til að styðja við og efla aðila sem vinna að þróun íslenskra máltæknilausna.

Gagnasafnið er mikilvægt skref til að tryggja framtíð íslenskunnar og þar með menningu okkar. Nauðsynlegt er að tryggja að íslenskan standi jafnfætis öðrum tungumálum í síbreytilegum og hröðum tækniheimi og nýttir séu sem flestir möguleikar á hagnýtingu máltækni í nútíma samfélagi.

Til að greiða fyrir gerð fullkomins raddgagnasafns er þátttakendum valkvætt að gefa upp upplýsingar um aldur, kyn og móðurmál. Þessar upplýsingar bæta gæði raddgagnasafnsins og eru liður í því að tryggja að gagnasafnið endurspegli sem flesta hópa samfélagsins.

HR leggur sitt af mörkum til að tryggja að íslenskan glatist ekki með því að gera íslenskt raddgagnasafn sem er í stöðugri þróun aðgengilegt öllum í ótakmarkaðan tíma. Raddupptakan og upplýsingarnar verða einungis notaðar til þess að skapa þekkingu á þessu mikilvæga sviði. Verkefnið er unnið í almannaþágu svo að framtíðin hljómi vel á íslensku.

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar um þig?

HR geymir persónuupplýsingar í þann tíma sem nauðsynlegur er til að uppfylla tilgang vinnslunnar eins og greint er frá honum hér að ofan.

Frá hverjum safnar HR þínum persónuupplýsingum?

Við söfnum persónuupplýsingum aðeins frá þér.

Hvenær miðlar HR persónuupplýsingum þínum til þriðju aðila og af hverju?

Samrómur verður gefið út með opnu leyfi sem kallast CC BY 4.0. Þær veitur sem munu bjóða upp á niðurhal gagnasafnsins verða tilgreindar á vef Samróms. HR selur ekki undir neinum kringumstæðum persónuupplýsingar um þig. Þær persónuupplýsingar sem eru hluti af opna gagnasafninu eru raddupptakan þín auk lýðfræðilegra upplýsinga um aldur, kyn og móðurmál, kjósir ef að þær upplýsingar eru fyrir hendi.

Með opnu aðgengi almennings að gagnasafni með íslenskum röddum er unnið að því markmiði að styðja við og efla aðila sem vinna að þróun íslenskra máltæknilausna. Hugsanlegt er að þriðju aðilar sem sækja gagnasafnið vinni gögnin í öðrum tilgangi. Persónuverndaryfirlýsing HR nær ekki til upplýsinga eða vinnslu þriðju aðila en við höfum enga stjórn á né berum ábyrgð á notkun, birtingu eða öðrum verkum þeirra.

Jafnframt kann HR að miðla opna gagnasafninu til þriðju aðila sem vinna rannsóknir á sviði máltækni, með það að markmiði að efla rannsóknir á sviðinu.

Öryggi persónuupplýsinga og tilkynning um öryggisbrot

Öryggi í vinnslu persónuupplýsinga er HR mikilvægt og höfum við gripið til viðeigandi tæknilegra og skipulagslegra öryggisráðstafana til að tryggja vernd persónuupplýsinga þinna. Þessum ráðstöfunum er ætlað að vernda persónuupplýsingar gegn því að þær glatist eða breytist fyrir slysni og gegn óleyfilegum aðgangi, afritun, notkun eða miðlun þeirra. Komi upp öryggisbrot er varðar þínar persónuupplýsingar munum við bregðast við í samræmi við persónuverndarlög.

Réttindi þín

Með fyrirvara um þau skilyrði sem nánar er fjallað um í gildandi löggjöf um persónuvernd, þá átt þú rétt á að

• fá upplýsingar um hvaða persónuupplýsingar stofnunin hefur skráð um þig og uppruna þeirra, sem og upplýsingar um hvernig unnið er með persónuupplýsingar um þig,

• fá aðgang að þeim persónuupplýsingum sem eru unnar um þig, eða óska eftir að þær séu sendar til þriðja aðila,

• persónuupplýsingar þínar séu uppfærðar og leiðréttar ef tilefni er til,

• HR eyði persónuupplýsingum þínum ef ekki er málefnaleg eða lagaleg heimild til að varðveita þær

• afturkalla samþykki þitt til vinnslu persónuupplýsinga, ef vinnsla byggir á slíku samþykki

• koma á framfæri andmælum ef þú vilt takmarka eða koma í veg fyrir að persónuupplýsingar þínar séu unnar

• fá upplýsingar um það hvort fram fari sjálfvirk ákvarðanataka, á hvaða rökum slík ákvarðanataka er byggð og endurskoðun á sjálfvirkri ákvarðanatöku

Viljir þú nýta rétt þinn getur þú sent skriflega fyrirspurn á samromur@hr.is. Við munum staðfesta móttöku á beiðninni og að jafnaði bregðast við beiðnum innan mánaðar frá móttöku. Verði ekki unnt að bregðast við innan mánaðar munum við tilkynna þér um töf á afgreiðslu innan mánaðar. Ekki er innheimt gjald þegar einstaklingar nýta rétt sinn í samræmi við ofangreint.

Þú hefur einnig rétt til að leggja fram kvörtun hjá Persónuvernd sjáir þú ástæðu til þess. Upplýsingar um persónuvernd má finna á heimasíðu þeirra, personuvernd.is.

Frekari upplýsingar

Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um málefni sem snúa að þínum persónuupplýsingum þá bendum við þér á að hafa samband við Mál- og raddtæknistofu HR.

Háskólinn í Reykjavík ehf. Menntavegur 1, 102 Reykjavík, sími: 599 6200, samromur@ru.is.

Yfirferð og endurskoðun persónuverndaryfirlýsingar HR

Persónuverndaryfirlýsing HR er endurskoðuð reglulega og uppfærð ef tilefni er til. Allar breytingar sem kunna að verða gerðar taka gildi eftir að uppfærð útgáfa hefur verið birt á heimasíðu Samróms.

Þessi persónuverndaryfirlýsing var uppfærð þann 27.04.2021.

Þessi vefur notar vafrakökur.Sjá nánar.