Skilmálar vegna þátttöku í gerð Samróms

Á vefsvæðinu samrómur.is getur þú tekið þátt í gerð gagnasafnsins Samrómur. Í þátttöku þinni felst að þú skilar inn eigin raddupptöku og eftir atvikum, lýðfræðilegum upplýsingum, yfirferðum og endurgjöf sem mun nýtast við gerð opins radd gagnasafn.

Gagnasafnið verður aðgengilegt á www.samrómur.is. Með gerð raddgagnasafnsins verður hægt að styðja við og efla þróun máltæknilausna fyrir íslensku.

Þátttaka í gerð gagnasafnsins Samróms

Allir geta tekið þátt í gerð gagnasafnsins Samrómur.

Þú getur tekið þátt á tvo vegu. Annars vegar með því að lesa upp setningu (“hljóðbrot”) og skila inn upptöku af röddinni þinni og hins vegar með því að yfirfara þau hljóðbrot sem hafa verið tekin upp. Það síðarnefnda felur í sér að hlusta á hljóðbrot sem aðrir þátttakendur hafa tekið upp og staðfesta að upptakan sé skýr og að uppgefin setning passi við hljóðbrotið. Ef hljóðbrotið uppfyllir ekki fyrrgreind skilyrði þá skal hafna hljóðbrotinu. Mikilvægt er að hafna ekki hljóðbrotum út frá eigin smekk á því hvernig skuli lesa, raddsýnin eiga að mynda fjölbreytt safn radda allra Íslendinga, sem eru með fjölbreytilegan hreim og ólíkan bakgrunn.

Sem þátttakandi samþykkir þú að öll þín framlög (raddupptaka, og eftir atvikum lýðfræðilegar upplýsingar, yfirferðir og endurgjöf) falli undir Creative Commons by attribution.

Til þess að taka þátt þarf að skrá inn lýðfræðilegar upplýsingar, þ.e. aldursbil, kyn og móðurmál. Með því að skrá inn lýðfræðilega upplýsingar um þig staðfestir þú að þær séu skráðar af heilindum og séu sannar. Ósannar og rangar upplýsingar geta haft neikvæð áhrif á gagnasöfnunina.

Til þess að ólögráða einstaklingar geti tekið þátt þarf leyfi forsjáraðila. Ef þátttakandi er ólögráða þarf hann að fá leyfi forsjáraðili fyrir þátttöku í gerð gagnasafnsins. Í því skyni þarf þátttakandi að gefa upp kennitölu og netfang forsjáraðila. Forsjáraðili fær í kjölfarið tölvupóst og er beðinn um að svara honum með því að smella á hlekk. Forsjáraðilinn veitir þar með samþykki fyrir þá kennitölu sem um ræðir fyrir þátttöku í Samrómi. Þessar upplýsingar verða ekki gefnar út með gagnasafninu og þær verða ekki geymdar lengur en þörf krefur.

Þátttakendur geta valið að gefa upp upplýsingar sem segja til um undir hvaða formerkjum þeir taka þátt, s.s. nafn skóla, stofnunar eða fyrirtækis. Þessar upplýsingar eru einungis notaðar til að halda utan um þátttöku hjá hópum og kunna að vera birtar á vef síðunnar. Upplýsingarnar verða hvorki gefnar út með gagnasafninu né geymdar lengur en þörf krefur.

Aðgengi að gagnasafni

Samrómur verður gefið út með opnu leyfi sem kallast Creative Commons by attribution Þær veitur sem munu bjóða upp á niðurhal gagnasafnsins verða tilgreindar á vef Samróms.

Persónuvernd

Ef þú lætur í té framlag í formi raddsýnis og eftir atvikum lýðfræðilegar upplýsingar kunna upplýsingarnar í einhverjum tilvikum að vera persónugreinanlegar. Í persónuverndaryfirlýsingu Háskólans í Reykjavík (HR) kemur fram hvernig HR nýtir persónugreinanlegar upplýsingar.

Samskipti

Ef þú skráir þig á póstlista Samróms mun HR einstaka sinnum senda þér póst um framgang verkefnisins, vörður og mögulega annað efni tengt verkefninu. Þér er gefinn kostur á að skrá þig úr áskrift póstlistans í öllum bréfum sem send eru í tölvupósti.

Vafrakökur e.cookies

Vefsíða Samróms inniheldur vafrakökur. Kökur eru nokkurs konar fótspor sem eru dulkóðaðir textastrengir sem vefsíða geymir á tölvu notandans. Vafrakökur gera okkur kleift að lágmarka líkur á að þátttakendum verði boðið að yfirfara sín eigin hljóðbrot. Að auki eru kökur notaðar til að mæla notkun á ýmsum síðum innan vefsíðunnar en það hjálpar okkur að meta hvað þarf að bæta á síðunni. Vafrakökurnar eru „lotukökur” (e.session cookies) og „viðvarandi kökur” (e.persistent cookies). Lotukökur eru tímabundnar og er sjálfkrafa eytt þegar þú yfirgefur vefsíðuna. Viðvarandi kökur eru áfram í tölvunni þinn þar til þú eyðir þeim. Við notum kökur hvorki til að safna upplýsingum er varða heimsóknir þínar á öðrum síðum, né til að safna persónulegum upplýsingum um þig, aðrar en þær sem þú hefur skráð hjá okkur af frjálsum vilja í gegnum samskipti við okkur á vefsíðu okkar.

Fyrirvari

Háskólinn í Reykjavík er undanþeginn hvers kyns bótaábyrgð vegna notkunar gagnasafnsins sem er aðgengilegt öllum með Creative Commons by attribution leyfi.

Brot á skilmálum

Ef upp kemst um brot þátttakenda á þessum skilmálum áskilur HR sér rétt til að fjarlægja framlög viðkomandi þátttakanda úr gagnasafninu.

Annað

Hægt er að hafa samband við okkur í gegnum netfangið samromur@hr.is. Skilmálar vegna þátttöku í gerð gagnasafnsins Samróms eru endurskoðaðir reglulega og kunna því að taka breytingum.

Skilmálar þessir voru síðast uppfærðir 22. júní 2021

Þessi vefur notar vafrakökur.Sjá nánar.