Hvaða skóli las mest?

Lestrarkeppni grunnskóla stóð yfir 18. - 25. janúar 2021. Keppnin var hreint út sagt ótrúleg og allir sem tóku þátt eiga hrós skilið.

Smá tölulegar upplýsingar, í heildina voru lesnar um 790 þúsund setningar frá 6172 manns fyrir 136 skóla Verkefnið hefur staðið yfir frá því lok árs 2019 og fram að keppninni höfðum við safnað um 320 þúsund setningum. Það gerir um 131 setningu á hvern þátttakanda en raunin var að tugir keppenda lásu þúsundir setninga.

Veitt voru verðlaun til skólanna sem voru í fyrsta sæti í sínum flokki, auk þess að þeir skólar sem lásu mest þvert á flokka þar á eftir fengu viðkenningu fyrir frábæran árangur. Skólarnir sem sigruðu sína flokka voru Setbergsskóli, Smáraskóli og Grenivíkurskóli. Skólarnir sem fengur viðkenningu fyrir framúrskarandi árangur voru Höfðaskóli, Gerðaskóli og Myllubakkaskóli.

Lesa meira um keppnina
Flokkur
Allir
A
B
C
Einstaklingar
Línurit

Stigatafla

*SkóliFlokkurKeppendurSetningar

Um keppnina

Lestrarkeppni á milli grunnskóla landsins verður haldin í annað sinn þar sem keppt verður um fjölda setninga sem nemendur lesa inn í Samróm. Forseti Íslands mun setja keppnina formlega af stað í Fellaskóla mánudaginn 18.janúar en setningu keppninnar verður streymt í beinni á Facebook-síðu Samróms. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar.

Þessi keppni er haldin til þess að hvetja til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaður verður til þess að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku, hægt er að lesa meira hér. Viðtökur við síðustu keppni voru stórkostlegar en 1430 manns tóku þátt fyrir hönd 130 skóla og lásu í kringum 144 þúsund setningar.

Allir geta tekið þátt og lesið fyrir sinn skóla með því að smella hér, biðja um leyfi foreldris/forráðamanns (hafi það ekki þegar verið gert), velja sinn skóla og lesa svo inn setningar sem vefurinn birtir. Staða keppninnar er síðan birt jafnóðum í stigatöflu sem verður aðgengileg á þessari síðu. Allir geta tekið þátt og því eru foreldrar og starfsmenn ekki síður hvattir til þess að lesa inn fyrir skólana. Hægt er að prófa að taka þátt núna en einungis munu upptökur sem koma inn eftir að keppni hefst telja til keppninnar.

Keppnin í ár verður með sama sniði og í fyrra þó með þeirri breytingu að í ár verða þrír flokkar í stað tveggja og verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sætið í hverjum flokki. Notast er við gögn frá Hagstofunni um fjölda nemenda sem og gögn frá keppninni í fyrra þegar skólum er raðað í flokka. Hver vinningsskóli mun fá 3 Sphero bolts vélmenni en vélmennin tengja saman leik og forritunarkennslu og eru hönnuð til að ýta undir forvitni, sköpun og nýjar uppgötvanir. Hér er hægt að lesa nánar um Sphero Bolt

Til að rifja upp stemmninguna er hér fréttaskot frá keppninni í fyrra sem var æsispennandi.

Þessi vefur notar vafrakökur.Sjá nánar.