Hvaða skóli les mest?

Þriðja Lestrarkeppni grunnskólanna 20 til 26. janúar.

Nemendur, foreldrar og starfsfólk skóla geta lesið inn fyrir sinn skóla. Við hvetjum alla til að taka þátt því miklu skiptir að fá framlög frá breiðum hópi og tryggja þannig að tæknin skilji raddir og framburð allra.

Skólum er skipt í þrjá flokka líkt og í fyrra og verðlaun veitt fyrir efsta sætið í hverjum flokki.

Sigurvegari hvers flokks fær vegleg verðlaun frá Elko en hver sigurskóli mun fá Monoprice MP10 Mini þrívíddar prentara og eitt sett af Rasberry Pi 400 tölvu. Einnig verða veitt verðlaun til þriggja skóla sem skara fram úr, en vinna ekki sinn flokk, en hver þeirra mun fá tvö sett af Rasberry Pi 400 tölvum.

Smelltu á Taka þátt til hjálpa þínum skóla að sigra!

Stigatafla

/

Línurit

Um Keppnina

Markmið þessarar keppni er að hvetja ungt fólk til þátttöku í verkefninu Samrómur sem snýr að því að safna upptökum af lestri sem notaðar verða til að kenna tölvum og tækjum að skilja íslensku. Lesa meira hér.

Í fyrstu keppni 2020 þá tóku 1.430 manns þátt fyrir hönd 130 skóla og lásu í kringum 144 þúsund setningar. Alls tóku um 6.000 manns þátt fyrir hönd 136 skóla og lásu rúmlega 776 þúsund setningar í annarri Lestrarkeppni grunnskóla 2021. Yfir 920 þúsund innlesnar setningar hafa því safnast undanfarin tvö ár og erum við því afar spennt fyrir þessari þriðju keppni og vonumst eftir þátttöku sem flestra skóla.

Ertu að leita að Grunnskólakeppninni 2021?
Ertu að leita að Reddum málinu 2021?
Þessi vefur notar vafrakökur.Sjá nánar.